Rudlarah Nossflógni

föstudagur, 25. apríl 2008

Minning um hann (lag: Minning um mann) - úr Sturlungu hinni nýju

Ég þekkt'ei þennan mann
Ég alloft sá þó hann
Mikið skap til frægðar sér hann vann

Á senditík þar ók hann
sem ekki gerð'ann cool
Og vörubíla á nóttum oft hann sá

En stóri kjaftur Sturla
stólpakjaftinn reif
og strákinn bara þekkti ekki neitt.

Ég þekkt'ei þennan mann
Ég alloft sá þó hann
Mikið skap til frægðar sér hann vann

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Ég þekki þennan mann ekki neitt - ný tegund sturlunar

-Ég þekki þennan mann ekki neitt.
-Hvaða mann?
-Manninn sem ég veit ekki að er nýkominn úr aðgerð á hné og því alveg ferlegt að fara svona með hann.
-Hvern?
-Manninn sem ég þekki ekki neitt.
-Já, hann. Veistu hvernig hann er í hnénu?
-Hann var orðinn miklu skárri en hann var fyrir aðgerðina. Hann var hættur að geta keyrt. Eftir aðgerðina var hann eins og unglamb, hljóp um allt, alveg nýr maður, þangað til lögreglan fór svona harkalega með hann.
-Hvern?
-Manninn sem ég þekki ekki neitt.

-Berð þú ábyrgð á þessu ástandi?
-Nei, ég ræð engu um það hvað þessir menn gera.
-Er þetta ekki komið út í öfgar, farið úr böndunum allt saman?
-Nei, við höfum fulla stjórn á þessu, komum saman yfir kaffibolla og ræðum málin og ráðum ráðum okkar, ákveðum næstu skref.
-Hverjir?
-Ég og nokkrir menn sem ég þekki ekki neitt.
-En eruð þið þá ekki ábyrgir fyrir því hvernig komið er?
-Nei, við höfum enga stjórn á þessu.
-Hvers vegna er svona komið núna?
-Þetta er náttúrlega bilun...
-Ha, í bílunum?
-Nei, okkur. Við erum sturlaðir!

mánudagur, 21. apríl 2008

Hæglætisleg hundslappadrífa af himninum fellur mjúklega til jarðar...

...og þá er úrkomu laust...

föstudagur, 18. apríl 2008

Ekkert kák er betra en hálfkák! Það er góð stefna að þýða það sem hægt er að þýða...

...en af hverju nennir starfsfólk ríkisútvarpsins bara að þýða helminginn af orðinu Eurovision?

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Er rétta leiðin til að mótmæla háu eldsneytisverði...

...að neyða þúsundir bílstjóra til að bíða í bílunum sínum, með bílana í hægagangi... og eyðandi bensíni án þess að færast úr stað? Eða hélt einhver af þessum vanhugsandi mótmælendum að íslenskir bílstjórar myndu drepa á bílnum á meðan þeir bíða í þvögunni?