Rudlarah Nossflógni

miðvikudagur, 31. október 2007

Ég hef komið einu sinni oftar en ég fór

og því er ég hér.

mánudagur, 29. október 2007

Ætli vindhögg séu algeng...

...í loftslagsmálum?

sunnudagur, 28. október 2007

Krullumaður vildi skó númer níu og hálft, fékk númer níu

...en það var í lagi því svellið var hált...

þriðjudagur, 16. október 2007

Það sem er þúsund sinnum kaldara en ískalt...

...er þúskalt.

þriðjudagur, 9. október 2007

Erlendur gerðist ferðamaður og fór til útlanda...

...og var bara erlendur ferðamaður

mánudagur, 8. október 2007

Vatnslausum farvegi löngu þornaðs fljóts má líkja við...

...árskort!

laugardagur, 6. október 2007

maður-álfur, elgur...

...álfelgur?

föstudagur, 5. október 2007

Geimfarar á glapstigum II (geimferðaáætlunin gleymdist í Ikarus-strætisvagninum á leið út á flugvöll)

farið af stað í febrúar, ferðinni heitið til mars
fyrst í apríl sást til sólar, síðan var lent í maí

fimmtudagur, 4. október 2007

Sjóndapur maður fór til læknis og gat ekkert gert á meðan

Aðgerðarleysi í leiseraðgerð.

miðvikudagur, 3. október 2007

Geimfarar á glapstigum I (allt gekk á afturfótunum og áætlanir allar úr skorðum)

Af stað í apríl, átti að lenda í maí, endað á mars.

þriðjudagur, 2. október 2007

Árið eitthundrað tuttugu og sjö eftir Krist

Þá var öldin önnur!