Rudlarah Nossflógni

laugardagur, 28. júní 2008

Grátt niður í miðjar hlíðar fjalls, sko Hlíðarfjalls, í morgun

en bara grátt í vöngum hér á 45. afmælisdaginn minn á suðurströnd Spánar

föstudagur, 27. júní 2008

Buenas díaz

Lærði tvö orð í spænsku í morgun. Fór út í búð til að kaupa mér eitthvað að borða, ákvað að fá mér banana og peru, sem eru banana og pera á spænsku.

Snöggur að komast inn í tungumálið!!!

fimmtudagur, 26. júní 2008

Það sem átti að vera brauðsneið með osti...

...reyndist vera auð sneið sem brosti

föstudagur, 20. júní 2008

Ættu PÓLverjar ekki að þekkja...

...spor ísbjarna?

Hvernig er vangaförðun

á fangavörðum?

Lög og regla - glæpamaður í tjaldi?

Eða: Law and Order - Criminal in tent...

fimmtudagur, 19. júní 2008

Það er best að ferðast þegar maður er ungur...

...og þess vegna flyt ég til Spánar rétt áður en ég verð hálffimmtugur.

þriðjudagur, 10. júní 2008

Skömmu eftir að ég kem til Spánar...

...verða þeir Evrópumeistarar í fótbolta. Þetta mun heita að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma! Olé!

mánudagur, 2. júní 2008

Hvar í ósköpunum get ég keypt háar vörur eins og stiga, tveggja hæða hús eða flaggstöng...

...þegar nær allar verslanir nú til dags eru lágvöruverslanir?