Rudlarah Nossflógni

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Ég þekki þennan mann ekki neitt - ný tegund sturlunar

-Ég þekki þennan mann ekki neitt.
-Hvaða mann?
-Manninn sem ég veit ekki að er nýkominn úr aðgerð á hné og því alveg ferlegt að fara svona með hann.
-Hvern?
-Manninn sem ég þekki ekki neitt.
-Já, hann. Veistu hvernig hann er í hnénu?
-Hann var orðinn miklu skárri en hann var fyrir aðgerðina. Hann var hættur að geta keyrt. Eftir aðgerðina var hann eins og unglamb, hljóp um allt, alveg nýr maður, þangað til lögreglan fór svona harkalega með hann.
-Hvern?
-Manninn sem ég þekki ekki neitt.

-Berð þú ábyrgð á þessu ástandi?
-Nei, ég ræð engu um það hvað þessir menn gera.
-Er þetta ekki komið út í öfgar, farið úr böndunum allt saman?
-Nei, við höfum fulla stjórn á þessu, komum saman yfir kaffibolla og ræðum málin og ráðum ráðum okkar, ákveðum næstu skref.
-Hverjir?
-Ég og nokkrir menn sem ég þekki ekki neitt.
-En eruð þið þá ekki ábyrgir fyrir því hvernig komið er?
-Nei, við höfum enga stjórn á þessu.
-Hvers vegna er svona komið núna?
-Þetta er náttúrlega bilun...
-Ha, í bílunum?
-Nei, okkur. Við erum sturlaðir!

2 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim