Rudlarah Nossflógni

föstudagur, 18. apríl 2008

Ekkert kák er betra en hálfkák! Það er góð stefna að þýða það sem hægt er að þýða...

...en af hverju nennir starfsfólk ríkisútvarpsins bara að þýða helminginn af orðinu Eurovision?

3 Ummæli:

  • Það er náttúruleg hálgert hálfkák að þýða bara helminginn af orðinu, sérstaklega þar sem er búið að vera hlýtt í veðri upp á síðkastið og mikil þýða. Getur verið að þýðendur á RÚV vinni bara hálfan daginn?
    En hvað þýðir annars orðið kák?

    Höfundur Anonymous Nafnlaus, Þann 12:11 f.h.  

  • Kák þýðir óvönduð, ómarkviss vinnubrögð, fúsk, hundavaðsháttur, gutl, klastur.

    Og auðvitað hlýtur maður þá að velta vöngum yfir því hvort hálfkák er ekki betra en kák. Og að sjálfsögðu stendur þá sú fullyrðing að ekkert kák sé betra en hálfkák. En samt... ef ekkert kák er betra en hálfkák, er hálfkák þá ekki allra best?

    Annars eru síðustu færslur hér á blogginu alveg út í hött því þetta átti að vera útrásarverkefni fyrir aulahúmor en ekki meinhorn eða kvörtunardeild. Hef alveg náð að halda röfllönguninni í skefjum þegar ég hef gengið inn í bloggheima.

    Höfundur Blogger Haraldur Ingólfsson, Þann 12:38 f.h.  

  • En þegar betur er að gáð (í orðabók menningarsjóðs) þýðir hálfkák ekki það sama og helmingurinn af káki.

    Hálfkák: Hálfunnið verk, vinna sem kemur aðeins (varla) að hálfu gagni.

    Höfundur Blogger Haraldur Ingólfsson, Þann 1:48 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim