Rudlarah Nossflógni

laugardagur, 27. september 2008

Dýrin á veröndinni eða: Dýrin mín stór og smá

Maurar, sniglar, snákur, eðla, köttur, við... og svo eru nautin bara rétt fyrir utan.

Síðan eru það líka dýrin sem koma inn, moskítóflugurnar sem fjölmenntu til okkar þangað til við fengum okkur græju til að losna við þær, einhver vökvi í smádollu sem er áföst við tengil sem stungið er í samband. Þær hafa varla sést síðan.

Eina nóttina sat ég við tölvuna aðeins of lengi, dottaði í stólnum og þegar ég vaknaði aftur sat þessi fallega engispretta á lyklaborðinu og söng: Hér er ég ein með engisprettufaraldur, Haraldur, hér er svo heitt. - Hún sat á lykaborðinu með vængina uppi og leit þá út eins og fiðrildi, skrautlegir vængir. En faldi þá auðvitað þegar ég ákvað að taka mynd af henni.