Rudlarah Nossflógni

sunnudagur, 3. ágúst 2008

Vítahringur

Sko, þegar maður fer út í göngutúr í þessum hita verður maður að passa að drekka nægan vökva. Fyrst tekur maður litla vatnsflösku með sér en hún klárast fljótt. Síðan heldur maður áfram að ganga og þarf fljótlega að fara á salernið af því að maður drakk vatnið of fljótt. Þá liggur beint við að fara á næsta bar eða veitingastað en kurteisin kennir manni að fara ekki á salernið á svoleiðis stöðum án þess að eiga við þá önnur viðskipti einnig. Það er því sjálfsagt mál að panta bjór, fara á salernið og setjast svo niður og drekka bjórinn. Þegar bjórinn er búinn stendur maður aftur upp og heldur áfram að ganga... en fljótlega þarf maður aftur að fara á salernið til að skila bjórnum sem maður drakk á næsta stað á undan. Já, ganga er erfið íþrótt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim