Rudlarah Nossflógni

mánudagur, 21. júlí 2008

25 kílómetrar...

...í 25 stiga hita. Eða kannski voru það 20 kílómetrar í 30 stiga hita. Hef ekki nákvæmar tölur en fór í ansi langan göngutúr í gær. Lagði af stað fótgangandi heiman úr Nýju-Andalúsíu klukkan 15:14 að staðartíma, gekk niður í Puerto Banús, lék mér á ströndinni (gamall maður gekk þar hjá og heilsaði mér og ég sagði: Góðan dag, gamli maður), skoðaði báta og bíla, gekk austur með ströndinni til Marbella, hringsólaði þar um verslunar- og veitingastaðagötur fram á kvöld og gekk aftur heim til mín eftir að myrkur skall á (og villtist auðvitað). Á að giska 20-25 kílómetrar lagðir að baki í þessari ferð og held líka að það hafi horfið um 1-2 kíló af fitu...

...og hér eru nokkrar myndir til gagns og gamans...

2 Ummæli:

  • :o) bara að kvitta fyrir innlitið
    bestu kveðjuna í sólina og hitann úr sólinni og hitanum hér í Neskaupstað.
    p.s á að missa af Barðsneshlaupinu heyrist þú kominn í form ...??kv Áslaug

    Höfundur Blogger Unknown, Þann 12:17 f.h.  

  • Tja, þessi gönguferð á sunnudaginn jafnaðist nú næstum á við Barðsneshlaupið... nema hvað það var lítið "hlaupið" en því meira gengið. Hefði ekkert á mótið því að geta flogið til Neskaupstaðar, siglt út í Barðsnes og hlaupið aftur yfir í Norðfjörðinn... en það kostar sitt fljúga svona.

    Höfundur Blogger Haraldur Ingólfsson, Þann 12:30 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim