Rudlarah Nossflógni

sunnudagur, 6. júlí 2008

Mávur um miðja nótt

Já, þannig er það. Eina af fyrstu nóttunum mínum hérna á Spáni - ég hef sofið við galopinn glugga frá því ég kom hingað - vaknaði ég við kunnuglegt hljóð. Mér fannst allt í einu að ég væri bara kominn í Strympuna og heyrði þar spáð rigningu... þegar spænskir sjófuglar hófu upp raust sína, sennilega mávur eða svartbakur, og hljómaði alveg eins og heima. Ætli þeir tali íslensku hér á Spáni, fuglarnir? Eða spænsku á Íslandi? Eða bara fuglamál, hvar sem þeir eru?

Hvað sem því líður, stöku mávur eða svartbakur eða einhver úr þeirri ætt leggur á sig krók á hverjum degi, flýgur hingað uppeftir (um 3 km frá ströndinni), upp í Nýju-Andalúsíu (Nueva Andalucía) til að minna mig á hvað það er í raun stutt heim þó maður sé fluttur alveg suður að Miðjarðarhafi.

Heyrði ekki þegar sá fyrsti kynnti sig, held samt að það hafi ekki verið Jónatan Livingston.

Þetta var kannski mávur, ætli það heyrist svipað þegar Helgi mágur kemur til Malaga eftir áramótin?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim