Rudlarah Nossflógni

sunnudagur, 6. júlí 2008

Eins og kjáni á Spáni...

...sitjandi inni í 35 stiga hita og reyni að vinna. Það verður að segjast eins og er að ég er farinn að skilja af hverju fólk talar um að hlutirnir gangi hægar fyrir sig hérna en heima á Íslandi til dæmis. Maður bara vinnur hægar í þessum hita. Ég er lengur að skrifa eða þýða texta hér en heima... en fann þó aðferð í gærkvöldi til að vinna hraðar, fór út á svalir undir miðnættið og sat þar við skriftir, gekk mun hraðar.

1 Ummæli:

  • Skömmu eftir að þessi færsla var skrifuð leit ég aftur á mæli (þ.e. á tölvunni, sem sýnir hitann á Marbella hér rétt niður við sjóinn) og þá var talan komin í 37 gráður. Maður fær bara hroll!

    Höfundur Blogger Haraldur Ingólfsson, Þann 3:33 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim